spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaMaja áfram í Borgarnesi

Maja áfram í Borgarnesi

Maja Michalska hefur samið við Skallagrím um að leika áfram með liðinu á komandi leiktíð í Úrvalsdeild kvenna. Hún hefur verið lykilleikmaður í velgengni liðsins á síðustu misserum en hún varð bæði Bikarmeistari og Meistari Meistaranna með liðinu á síðasta ári.

Þetta verður fjórða tímabil Maju með liðinu en hún var með 7,1 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Samtals hefur hún leikið 73 leiki með Skallagrím í deildar- og úrslitakeppni og verið með í þeim 9,5 stig, 5,2 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -