spot_img
HomeFréttirMahoney mætir sínu gamla liði í nóvember

Mahoney mætir sínu gamla liði í nóvember

22:27 

{mosimage}

(Meagan í leik með Haukum í fyrra)

Megan Mahoney skoraði 15 stig á 28 mínútum í sínum fyrsta deildarleik með ítalska liðinu Lavezzini Parma en ítalska kvennadeildin fór af stað um helgina. Lavezzini Parma er einmitt eitt af liðunum sem Haukastelpurnar fá að glíma við í Evrópukeppninni í næsta mánuði. Megan mun snúa aftur á Ásvelli 13. desember en fyrst hittir hún fyrir Haukastelpurnar í Ítalíu þegar liðin mætast í Parma á Ítalíu 22. nóvember.   

Megan Mahoney nýtti 6 af 12 skotum sínum, þar af bæði þriggja stiga skotin og tók alls 7 fráköst í leiknum sem Parma vann með 27 stigum, 75-48, gegn liði Umana Venezia. Leikurinn fór fram í Feneyjum og það er því óhætt að segja að Megan og félagar hennar hafi átt draumabyrjun á tímabilinu, með því að vinna þennan stórsigur á útivelli. Stigahæst í ítalska liðinu var hin 190 sm háa Emilija Podrug en hún er króatískur landsliðsmaður. Podrug var með 22 stig auk þess að taka 14 fráköst og nýta 9 af 13 skotum sínum og er hún því örugglega erfið við að eiga inn í teig.  

Franska og spænska deildin fer ekki af stað fyrr en um næstu helgi en hin liðin í riðlinum með Haukum og Lavezzini Parma eru Montpellier frá Frakklandi og CajaCanarias frá Spáni. Þess má geta að Megan spilar í treyju númer 12 hjá Lavezzini Parma en hún var númer 7 í Haukaliðinu síðasta vetur og númer 24 hjá Connecticut Sun í WNBA-deildinni í sumar.

 

Frétt af www.haukar-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -