spot_img
HomeFréttirMagnús Þór Gunnarsson meiddur - Spilar ekki í kvöld

Magnús Þór Gunnarsson meiddur – Spilar ekki í kvöld

 Magnús Þór Gunnarsson skytta Njarðvíkinga mun ekki leika með liðnu í kvöld gegn Snæfell vegna meiðsla. Magnús kenndi til eymsla eftir síðasta leik Njarðvíkinga gegn Keflavík á hné og óvíst er með framhaldið hjá honum. 
 "Það kemur í ljós á morgun hvað þetta er en þetta gæti verið liðþófi eða liðband í hnénu. Ég hef ekkert getað æft síðan síðasta leik en ég vona bara það besta. " sagði Magnús sem mun fara í myndatöku á hnénu á morgun. 
Fréttir
- Auglýsing -