,,Grindavík er ekki ósigrandi, langt því frá. Við vorum bara aular og asnar að klúðra þessu. Síðustu fimm mínútur leiksins gátum við ekki rassgat og þeir gengu á lagið og skoruðu einu stigi meira en við,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson leikmaður Keflavíkur eftir 75-74 tap í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld. Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi en lokaskot leiksins kom úr ranni Keflavíkur.
,,Það er ekki hægt að ætlast til þess að lokaskotin detti alltaf niður en við áttum ekki að láta þetta fara út í eitthvað lokaskot heldur klára leikinn fyrr. Við getum því aðeins kennt sjálfum okkur um hvernig fór.“
Arnar Freyr Jónsson var ekki með Keflavík í dag, sterkt að eiga þannig leikmann inni?
,,Já, við eigum hann inni en liðið á líka meira inni. Grindvíkingar eru ekki með það gott lið að þeir vinni alla leiki, þeir voru bara heppnir í kvöld en við sjáum til hvað gerist í framhaldinu.“
Mynd/ [email protected]
Viðtal/ [email protected]



