spot_img
HomeFréttirMagnús Már áfram í Keflavík

Magnús Már áfram í Keflavík

 

Keflavík hefur samið við framherjann Magnús Már Traustason um að leika með liðinu næstu tvö árin. Magnús, sem er 21 árs gamall, kom til Keflavíkur árið 2015 og hefur því leikið heil þrjú tímabil með liðinu.

 

Í 27 leikjum með Keflavík á þessu síðasta tímabili skilaði Magnús 8 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu á um 22 mínútum spiluðum í leik.

 

Keflvíkingar greinilega komnir á fullt með að undirbúa næsta tímabil, en fyrir nokkrum dögum tilkynntu þeir að Jón Guðmundsson og Sverrir Þór Sverrisson myndu taka við þjálfun liðsins eftir að þjálfari þeirra, Friðrik Ingi Rúnarsson, lagði spjaldið á hilluna í lok tímabils.

Fréttir
- Auglýsing -