spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMagnús Helgi semur við Stjörnuna

Magnús Helgi semur við Stjörnuna

Stjarnan hefur samið við Magnús Lúðvíksson fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla. Magnús er 19 ára, 203 cm framherji/miðherji sem uppalinn er hjá Stjörnunni, en á síðasta tímabili lék hann 7 leiki fyrir Álftanes í fyrstu deildinni. Samkvæmt tilkynningu félagsins mun hann áfram leika fyrir Álftanes, en þangað mun hann fara á venslasamning á næsta tímabili.

Tilkynning:

Magnús Helgi Lúðvíksson hefur skrifað undir eins árs samning við Stjörnuna. Maggi er uppalinn Stjörnumaður, fæddur 2002, rúmlega tveggja metra framherji/miðherji.
Hann verður lánaður á venslasamning til Álftanes á næsta tímabilli og verður spennandi að fylgjastmeð honum og fleiri ungum Stjörnumönnum í 1. deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -