spot_img
HomeFréttirMagnús heim, Valur framlengir og Einar til aðstoðar

Magnús heim, Valur framlengir og Einar til aðstoðar

Keflvíkingar sitja ekki auðum höndum því í kvöld gekk Magnús Þór Gunnarsson aftur í raðir uppeldisklúbbsins og þá framlengdi Valur Orri Valsson við Keflavík til næstu þriggja ára. Sigurður Ingimundarson verður áfram við stjórnartaumana en honum til aðstoðar verður Einar Einarsson.

Magnús kveður því Skallagrím og heldur aftur heim en frá þessu er greint á Facebook-síðu Keflavíkur í kvöld. Sigurður lætur af störfum sem þjálfari kvennaliðs félagsins en þar taka þær Margrét Sturlaugsdóttir og Marín Rós Karlsdóttir við stjórnartaumunum eins og áður hefur komið fram. 

Mynd/ Facebook-síða Keflavíkur – Efri röð frá vinstri: Magnús Þór Gunnarsson, Valur Orri Valsson. Neðri röð frá vinstri: Sigurður Ingimundarson, Falur Harðarson formaður KKD Keflavíkur og Einar Einarsson.

Fréttir
- Auglýsing -