spot_img
HomeFréttirMagnús Gunnarsson: Eigum mjög góða möguleika

Magnús Gunnarsson: Eigum mjög góða möguleika

{mosimage}

Íslenska landsliðið heldur til Finnlands í næstu viku þar sem Norðurlandamótið fer fram og á liðið fyrsta leik gegn heimamönnum í Finnlandi Miðvikudaginn 2. ágúst. Karfan.is ræddi við stórskyttuna Magnús Gunnarsson um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu.

„Það er frábært að hafa fengið Friðrik til liðs við okkur og ég tel að við eigum mjög góða möguleika á mótinu,“ sagði Magnús. „Í sókninni munum við taka fyrsta mögulega skotið ef það er frítt annars stillum við upp,“ sagði Magnús sem hefur oftar en ekki komið erlendum liðum í opna skjöldu með hverjum dreifbýlisþristinum á fætur öðrum.

Aðspurður um miðherja íslenska liðsins og hvernig Magnús teldi að þeim myndi vegna í mótinu sagði Magnús að íslensku miðherjarnir væru kannski ekki þær hæstu í loftinu en þeir væru snöggir upp völlinn og það væri mikill kostur.

„Við höfum sýnt það að hjartað fer oft mun lengra með mann en tækninn og við munum spila með hjartanu,“ sagði Magnús sem býst við því að liðin í Norðurlandamótinu leyfi íslenska liðinu að skjóta nokkuð frjálst í upphafi og taki liðið ekki nægilega alvarlega. „Hin liðin í mótinu vita af leikmönnum á borð við Loga og Jakob en þeir vita síður af leikmönnum eins og mér og það er eitthvað sem ég og aðrir munum notfæra okkur,“ sagði Magnús að lokum en hann á líkast til eftir að setja þær ófáar þriggja stiga körfurnar.

Mynd: Magnús í leik gegn Njarðvíkingum á síðustu leiktíð

Fréttir
- Auglýsing -