spot_img
HomeFréttirMagnús: Fáir sem æfa sem spila svona stóra leiki

Magnús: Fáir sem æfa sem spila svona stóra leiki

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í úrvalsdeild án þess að fara í úrslitakeppni,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson aðspurður um stöðuna sem hann er kominn í með Skallagrím. Magnús hefur leikið þá ófáa stórleikina á sínum ferli og einn þeirra fer fram í Hertz-Hellinum í kvöld þegar ÍR og Skallagrímur eigast við í botnslag Domino´s deildarinnar kl. 19:15.
 
 
„Það góða þó við þetta allt saman er að við í Skallagrím fáum þó líka úrslitaleik og ég sagði m.a. við strákana í liðinu að það væru fáir sem æfa körfubolta sem fá að spila svona leiki og að við ættum einfaldlega að njóta þess,“ sagði Magnús Þór en það eru allir Skallar heilir og klárir í slag kvöldsins.
 
„Hljóðið í mönnum er hörkugott, menn eru spenntir enda mikið í húfi og útkall hjá Fjósamönnum sem verða með sætaferðir frá Hyrnunni svo ég held að þessi leikur í kvöld verði bara frábær byrjun á úrslitakeppni deildarinnar.“
 
Mikið mun mæða á Magnúsi í kvöld sem ásamt Páli Axeli Vilbergssyni sem eru tveir reynslumestu leikmenn liðsins.
  
Fréttir
- Auglýsing -