spot_img
HomeFréttirMagnús Andri: Suðurstrandarvegurinn upplýstur alla leið til Grindavíkur

Magnús Andri: Suðurstrandarvegurinn upplýstur alla leið til Grindavíkur

Magnús Andri Hjaltason gekk um gólfið í Glacial Höllinni með 700 þúsund króna ávísun og bros út að eyrum eftir sigur sinna manna í Grindavík í gærkvöldi. Magnús er formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur og hefur beðið eftir þeim stóra í öll 16 árin eins og margir Grindvíkingarnir.
Hvernig er tilfinningin að taka á móti þessum titli eftir öll þessi ár?
"Bara frábær, hún er ótrúleg, 16 ára bið. Loksins, en reyndar á útivelli en núna kemur bara Suðurstrandarvegurinn alveg upplýstur til Grindavíkur.  Mikil hátíð framundan og bærinn verður gulur".
 
Það hefur mikið verið rætt um Græna Drekann en margir vilja þó meina að þeir gulklæddu hafi jafnvel látið meira í sér heyra í þessu úrslitaeinvígi. Það vantar ekki uppá stuðninginn ?
"Við unnum bara einvígið í stúkunni og á vellinum, það er allur bærinn á bakvið þetta. Bæjarstjórinn er brjálaðastur í stúkunni". Í litlu samfélagi eins og Grindavík hlítur þessi árangur og þessi titill að gera mikið fyrir samfélagið.
 
"Þetta er rosleg lyftistöng og allur áhugi og öll umfjöllun um körfuna verður helmingi meiri. Maður er búinn að finna það um helgina, síðan úrslitakeppnin byrjaði. Maður finnur það allstaðar, þvílíkur stuðningur sem við finnum frá bæjarbúum. Hann er eiginlega bara ólýsanlegur".  
 
Magnús tók við ávísun frá Iceland Express uppá 700 þúsund fyrir hönd körfuknattleiksdeildar Grindavíkur en það eru sigurlaun liðsins fyrir Íslandsmeistaratitilinn árið 2012. Slík ávísun hlítur að koma sér vel í bókhaldi félagsins?
 
"Ég held að ég fari bara með konuna einhvert. Nei hún kemur sér vel".
 
Fréttir
- Auglýsing -