spot_img
HomeFréttirMagni með Snæfell á sunnudag

Magni með Snæfell á sunnudag

8:48

{mosimage}

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum meiddist Nonni Mæju í síðustu viku á öxl og er óvíst hvenær þessi litríki og skemmtilegi leikmaður getur hafið æfingar að nýju. Vonir standa hins vegar til að hann verði orðinn góður um áramótin.

 

Þetta er að sjálfsögðu mikil blóðtaka fyrir lið Snæfells þar sem Nonni hefur verið að spila gríðarlega vel það sem af er vetri. En við mótlæti rísa menn upp og það hefur Magni Hafsteinsson gert. Magni hefur ákveðið að hefja æfingar með Snæfelli á laugardaginn og má búast við að sjá kappann í hvítum búningi nk. sunnudag þegar Snæfell tekur á móti Bárði Eyþórssyni og lærisveinum hans í Fjölni.

Magni mun að sjálfsögðu þurfa nokkrar vikur til að komast í leikform, en það að fá kappann í æfingahópinn og að mæta í leiki er hrikalega sterkt fyrir lið Snæfells. Pillturinn er frábær varnarmaður og betri félaga er ekki hægt að fá.

www.snaefell.is

Mynd:  [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -