spot_img
HomeFréttirMagni íþróttamaður HSH og nýr vefur hjá Snæfelli

Magni íþróttamaður HSH og nýr vefur hjá Snæfelli

20:27

{mosimage}

Ingvaldur Magni Hafsteinsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Snæfells, var í kvöld útnefndur körfuknattleiksmaður HSH 2006 og í framhaldinu íþróttamaður HSH 2006.

Ingvaldur er einn af máttastólpum Snæfellsliðsins og var m.a. valinn besti varnarmaður íslandsmótsins í fyrra. Einnig var piltur valinn í fimm manna úrvalslið tímabilsins, af leikmönnum og þjálfurum hinna úrvalsdeilarliðanna. Magni er fyrirmynd annara innan sem utan vallar og er vel að þessari útnefningu kominn. Við óskum Magna til hamingju með að vera íþróttamaður HSH 2006.

Frétt tekin af nýjum vef Snæfells sem opnaður var í hálfleik Snæfells og KR í Iceland Express deild karla í kvöld

 

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -