spot_img
HomeFréttirMagnaðri sigurgöngu KR lokið - Keflavík í úrslitaeinvígið

Magnaðri sigurgöngu KR lokið – Keflavík í úrslitaeinvígið

Í kvöld fór fram leikur þrjú í undanúrslitaeinvígi KR og Keflavík þar sem komið var að úrslitastundu. Staðan fyrir leik kvöldsins var 2-0 fyrir Keflavík og var KR því með bakið uppvið vegg.

Óhætt er að segja að sigur Keflavíkur hafi verið ansi hreint öruggur í kvöld þar sem liðið náði 10-2 forystu strax á upphafsmínútunum. KR reyndi ýmislegt til að koma sér aftur í leikinn en það hreinlega tókst ekki í dag. Keflavík vann góðan sigur x.

Keflavík er þar með komið í úrslitaeinvígið eftir langa bið. Ellefu ár eru síðan liðið lék síðast til úrslita eða árið 2010. Frábær árangur Keflavíkur sem hafa nú unnið 17 leiki í röð.

KR er farið snemma í sumarfrí í fyrsta sinn síðan árið 2013. Eftir 19 sigruð einvígi í úrslitakeppni í röð er magnaðri sigurgöngu KR lokið og verður félagið ekki Íslandsmeistari eftir 6 titla í röð.

Úrslit kvöldsins:

Dominos deild karla:

Keflavík 88-70 KR

Staðan í einvíginu: Keflavík 3-0 KR

Fréttir
- Auglýsing -