Þann 8. mars síðastliðinn var treyja hins 39 ára gamla Zydrunas Ilgauskas komið fyrir uppi í rjáfri á Quicken Loans Arena í Cleveland. Ilgauskas skilaði af sér 12 leiktíðum með Cleveland og nú fer treyja hans á stall með Mark Price, Brad Daugherty, Nate Thurmond og fleiri Cleveland hetjum. Mikla athygli vakti hið öfluga sjónarspil sem framkvæmt var á leikvelli Cleveland við þetta tækifæri.
Quince Imgaging, Cleveland Cavaliers Q-TV og Think Media Studios stóðu að sýningunni við þetta tilefni og óhætt að segja að útkoman hafi verið glæsileg þegar Ilgauskas var þakkað fyrir sitt framlag til félagsins:



