spot_img
HomeFréttirMagic lagði Lakers í toppslagnum

Magic lagði Lakers í toppslagnum

10:04:05
LA Lakers töpuðu í nótt sínum öðrum leik í röð þegar þeir lágu fyrir sjóðheitu liði Orlando Magic. Dwight Howard og Jameer Nelson áttu báðir stórleik fyrir Orlando og gilti einu hvort Kobe Bryant hafi verið með þrefalda tvennu  í leiknum. Með sigrinum komst Orlandu upp fyrir Lakers í vinningshlutfalli, en þeir elta enn topplið Austurdeildarinnar, Cleveland, sem vann New Orleans í nótt og hfa því unnið alla 20 heimaleiki sína í vetur.

 

Meðal annarra úrslita má geta þess að botnlið deildarinnar áttu góðan dag, Oklahoma Thunder vann Detroit, Philadelphia vann San Antonio, Golden State vann Atlanta og Washington vann NY Knicks.

 

Úrslit næturinnar eru hér að neðan:

 

 

New York 89

Washington 96

 

San Antonio 87

Philadelphia 109

 

Toronto 104

Indiana 111

 

New Orleans 78

Cleveland 92

 

Utah 101

Memphis 91

 

Detroit 79

Oklahoma City 89

 

Minnesota 105

Phoenix 103

 

Milwaukee 129

Sacramento 122

 

Atlanta 114

Golden State 119

 

Orlando 109

LA Lakers 103

 

Tölfræði leikjanna

 

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -