09:35
Magic Johnson fyrrum stórstjarna LA Lakers átti leið um Flugstöð Leifs Eiríksonar í gær. Kappinn var á leið í frí með fjölskyldu sinni til Evrópu. Að sjálfsögðu ferðast kappinn í einkaþotu sem millilenti í gær til að fá áfyllingu á olíu. Dísa Edwards og Anna María Ævarsdóttir hittu kappann og kváðu hann einstaklega hressann. Lítið mál var að fá mynd af sér með fyrrum stjörnunni eins og sést.