spot_img
HomeFréttirMagga og Hilmir segja að leikmannareynslan hjálpi þeim að vinna með liðunum...

Magga og Hilmir segja að leikmannareynslan hjálpi þeim að vinna með liðunum í dag “Maður getur komið með fullt af góðum punktum”

Norðurlandamót yngri landsliða er nú haldið í fimmta skipti í Kisakallio í Finnlandi. Þar keppa undir 16 ára lið stúlkna og drengja dagana 1.-5. ágúst á meðan að undir 18 ára liðin munu keppa 16.-20. ágúst.

Eðli málsins samkvæmt er mikið af leikmönnum sem fara með landsliðinu á Norðurlandamót í fleira en eitt skipti, þar sem að yngri flokkurinn, undir 16 ára, er einn árgangur, en svo eru undir 18 ára liðin tveir árgangar saman, eldri og yngri.

Einnig er það þekkt að fyrrum leikmenn mæti á mótið í nýjum hlutverkum, líkt og aðstoðarþjálfari undir 16 ára stúlkna þetta árið Margrét Ósk Einarsdóttir og annar sjúkraþjálfara liðanna, Hilmir Kristjánsson gera þetta árið.

Karfan heyrði í þeim Hilmi og Margréti og spurði þau út í hvernig það væri að vera aftur komin í landsliðsferð, þrátt fyrir að nokkur ár séu nú liðin síðan þau voru gjaldgeng í liðin.

Bæði léku þau Hilmar og Margrét með undir 16 og 18 ára liðum Íslands, ekki í Kisakallio, heldur í Solna í Svíþjóð, þegar mótin voru haldin þar snemma á öðrum áratuginum. Hér fyrir neðan má sjá þær myndir sem gagnabanki Körfunnar átti til af þeim frá því þau léku fyrir Ísland.

Lið Margrétar í Solna
Hilmir hitar upp í Solna
Fréttir
- Auglýsing -