spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMættur aftur heim, menntaðri og betri en nokkru sinni áður

Mættur aftur heim, menntaðri og betri en nokkru sinni áður

Bræðurnir Gísli og Sigurður Hallssynir hafa samið við Sindra fyrir komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.

Báðir eru þeir að upplagi úr Sindra. Gísli var einn lykilmanna Sindra á síðustu leiktíð, átti við einhver meiðsl undir lok tímabils, en er nú samkvæmt félaginu við hesta heilsu. Sigurður er hinsvegar að koma aftur til Sindra, en samkvæmt tilkynningunni tók hann sér smá pásu til að fara til Reykjavíkur að læra til rakara en er nú mættur aftur heim, menntaðri og betri en nokkru sinni áður.

Fréttir
- Auglýsing -