Litháinn knái Norbertas Giga var mættur til Alytus í kvöld til þess að vera áhorfandi á leik Litháen og Íslands.
Norbertas lék á sínum tíma fyrir Hauka í efstu deild á Íslandi og var hann þar liðsfélagi tveggja leikmanna landsliðsins, Orra Gunnarssonar og Hilmars Smára Henningssonar. Það voru því fagnaðarfundir eftir leikinn er Norbertas heilsaði upp á sína gömlu liðsfélaga.
Norbertas lék fyrir tvö lið er hann var á Íslandi, áðurnefnda Hauka og þá var hann á mála hjá Álftanesi á þar síðasta tímabili. Síðan þá hefur hann leikið fyrir Prawira Bandung í Indónesíu.



