Fjórði leikur Íslands á lokamóti EuroBasket 2017 í Helsinki hefst eftir 20 mínútur. Þar mæta strákarnir taplausu liði Slóveníu.
Betri helmingar, kærustur og eiginkonur leikmanna voru mættar snemma í höllina til þess að styðja við bakið á drengjunum, en eins og sjá má á myndinni er stuðningur líkast til ómetanlegur.