Álftanes hefur samið við Shawn Hopkins fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Shawn er finnskur framherji sem ætti að vera íslenskum aðdáendum kunnur, en hann lék fyrir Stjörnuna tímabilið 2021-22. Þá skilaði hann 15 stigum og6 fráköstum að meðaltali í leik.
Síðan þá hefur hann lengst af leikið í heimalandinu, fyrir utan eitt gott tímabil í Rúmeníu. Shawn á einnig að baki 20 leiki fyrir finnska landsliðið og á sínum tíma lék hannn yfir 100 leiki fyrir finnsk yngri landslið.



