spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Mæta nokkrum af efnilegri leikmönnum Evrópu í Póllandi

Mæta nokkrum af efnilegri leikmönnum Evrópu í Póllandi

Í lok ágúst mun Ísland hefja leik á lokamóti EuroBasket 2025, en riðillinn sem liðið leikur í mun fara fram í Katowice í Póllandi.

Ásamt Íslandi og heimamönnum í Póllandi eru í riðlinum Slóvenía, Belgía, Ísrael og Frakkland. Samkvæmt vefmiðil FIBA munu þó nokkrir af efnilegri leikmönnum Evrópu mögulega vera með þessum liðum er þau mæta Íslandi.

Fremstir í flokki Noa Essengue frá Frakklandi og Ben Sharif frá Ísrael, en báðir voru valdir inn í NBA deildina í nýliðavalinu sem fram fór í gær. Ásamt þeim eru einnig taldir efnilegir Danny Wolf frá Ísrael og Nolan Traore, Noah Penda, Joan Beringer, Mohamed Diawara og Maxime Raynaud frá Frakklandi og Igor Milicic frá Póllandi. Ásamt þeim Saraf og Essengue fóru Wolf, Traore og Beringer allir einnig í fyrstu umferð NBA nýliðavalsins í gær.

Ekki er ólíklegt að einhverjir þessara leikmanna verði mótherjar Íslands í haust, en til þess að taka einhverja tvo út fyrir sviga, er hægt að segja að áhugaverðast verður ef þeir Ben Saraf, sem var valinn númer 26 af Brooklyn Nets í NBA nýliðavalinu eða Noa Essengue, sem valinn var númer 12 af Chicago Bulls í NBA nýliðavalinu, verða með sínum liðum.

Ungmennalið Ratiopharm Ulm með þjálfara sínum Baldri Þór Ragnarssyni

Noa Essengue vann sér inn sæti í aðalliði Ratipharm Ulm á 2024-25 tímabilinu. Skoraði að meðaltali 11 stig og tók 6 fráköst, en liðið leikur nú til úrslita í Þýskalandi gegn Bayern Munich. Noa býr yfir hæð og hreyfigetu, sem hefur gert honum kleift að hafa áhrif sem fjölhæfur varnarmaður og gert hann nánast óstöðvandi fyrir andstæðinga á opnum velli. Þess má geta að á síðasta ári var Noa lærisveinn Baldurs Þórs Ragnarssonar hjá ungmennaliði Ulm, þar sem Baldur var aðalþjálfari.

Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðinn 19 ára gamall er Ben Saraf þekkt nafn í alþjóðlegum körfubolta. Hann sló í gegn árið 2022 og varð valinn í Stjörnulið FIBA ​​U16 EuroBasket og bætti þann árangur árið 2024 þegar hann var valinn verðmætasti leikmaður FIBA ​​U18 EuroBasket eftir að hafa skorað að meðaltali 28 stig í leik í mótinu. Fyrir 2024-25 tímabilið flutti Saraf til Þýskalands og átti farsælt fyrsta tímabil fyrir Ratiopharm Ulm, þar sem stærð hans, boltameðferð og leikhæfileikar gerðu honum kleift að þróast í lykilmann fyrir liðið.

Fréttir
- Auglýsing -