Íslenska landsliðið er á lokametrum í undirbúningi sínum fyrir lokamót EuroBasket sem rúllar af stað nú í lok mánaðar.
Liðið hélt af landi brott í gær til Litháen, þar sem þeir munu mæta heimamönnum í dag. Þaðan mun liðið svo ferðast til Katowice í Póllandi þar sem lokamót EuroBasket mun fara fram.
Útsending frá leik Íslands gegn Litháen hefst kl. 16:25 að íslenskum tíma í dag, en leikurinn fer fram í Alytus Arena í borginni Alytus skammt frá höfuðborginni Vilníus.
Leikur dagsins
Æfingaleikur EuroBasket 2025
Litháen Ísland – kl. 16:30
Í beinni útsendingu RÚV



