spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaMadison með 30-30 leik í sigri Tindastóls

Madison með 30-30 leik í sigri Tindastóls

Tindastóll mætti Vestra í 1. deild kvenna á Jakanum á Ísafirði í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik, sem endaði 35-37, þá keyrðu gestirnir yfir heimastúlkur í seinni hálfleik og unnu sannfærandi 68-89 sigur.

Madison Anne Sutton átti sannkallaðan stórleik í sigrinum en hún var með 35 stig, 31 fráköst og 58 framlagspunkta. Þetta var annar 30-30 leikur Madison í vetur en hún hefur skorað 26,6 stig ásamt því að leiða deildina með 19,6 fráköstum að meðaltali í leik í vetur.

Ksenja Hribljan átti einnig góðan leik hjá Tindastól en hún var með 19 stig og 12 stoðsendingar. Fanney María Stefánsdóttir kom næst með 11 stig.

Hjá heimaliðinu var Sara Newman stigahæst með 20 stig, Danielle Elizabeth Shafer var með 16 stig og 9 fráköst og Allysson Caggio var með 14 stig og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -