spot_img
HomeFréttirMaccabi Electra og Panathiniakos leika til úrslita á morgun

Maccabi Electra og Panathiniakos leika til úrslita á morgun

 
Undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu kláruðust í gær þar sem ljóst varð að Maccabi Electra frá Ísrael og Panathiniakos frá Grikklandi myndu leika til úrslita á morgun. Þá verða það Real Madrid og ítalska liðið Montepaschi Siena sem munu leika um bronsið, báðir leikir fara fram á morgun, sunnudag.
Í viðureign Maccabi og Real Madrid var jafnt á með liðunum framan af leik en Maccabi seig hægt og örugglega fram úr í síðari hálfleiknum. Chuck Eidson var stigahæstur hjá Maccabi með 19 stig, 8 fráköst og 6 stolna bolta. Nautið Sofoklis Schortsanitis bætti við 16 stigum og 6 fráköstum. Hjá Real Madrid var Ante Tomic með 17 stig og 6 fráköst.
 
Úrslitaleikirnir verða í beinni netútsendingu hjá SportTV.is á morgun og hefst bronsleikurinn kl. 11:30 og úrslitaviðureignin kl. 14:30.
 
Mynd/ Stuðningsmenn Maccabi eru fjölmennir í Barcelona þar sem úrslitin fara fram.
 
Fréttir
- Auglýsing -