spot_img
HomeFréttirLýsingarbikarinn: Öruggir sigrar á öllum vígstöðvum

Lýsingarbikarinn: Öruggir sigrar á öllum vígstöðvum

21:57

{mosimage}

32 liða úrslitum Lýsingarbikarsins lauk í dag með sex leikjum sem allir unnust örugglega á útivelli nema Höttur – KV sem Hattarmenn unnu 106-55.

Í Vodafonehöllinni voru tók Valur b á móti Njarðvík og sigruðu Njarðvíkingar örugglega 94-49.

{mosimage}

Mikil spenna var fyrir leik KR b og Fjölnis. KR ingar fengu líkt og fyrri ár til sín erlendan leikmann fyrir leikinn en það dugði ekki í dag og Fjölnismenn unnu örugglega 92-66.

{mosimage}

Í Vestmannaeyjum voru Keflvíkingar í heimsókn en það var í fyrsta skipti sem ÍBV og Keflavík mættust. Auk þess er það athyglisvert að þjálfari ÍBV, Björn Einarsson, er bróðir Einars Einarssonar aðstoðarþjálfara Keflavíkur. Keflvíkingar fóru með öruggan sigur heim með sér, 120-65.

B lið Keflavíkur tók á móti Þór frá Akureyri og sigruðu norðanmenn örugglega 131-70 þar sem Baldur Ingi Jónasson fór á kostum og skoraði 32 stig fyrir Þórsara, þar af 10 þriggja stiga körfur.

Að lokum voru bikarmeistarar síðasta árs, ÍR, í heimsókn í Stykkishólmi þar sem þeir mættu Mostramönnum og unnu örugglega 122-48 í leik þar sem Mostramenn gáfust aldrei upp þó á brattan væri að sækja.

{mosimage}

{mosimage}

[email protected] 

Myndir: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -