spot_img
HomeFréttirLynx vs. Dream í úrslitum WNBA

Lynx vs. Dream í úrslitum WNBA

 
Í ár munu það vera Minnesota Lynx og Atlanta Dream sem munu berjast um WNBA titilinn. Fyrsti leikurinn mun fara fram sunnudaginn 2. október þegar Lynx taka á móti Dream.
Minnesota Lynx lögðu Phoenix Mercury 2-0 í undanúrslitunum nokkuð örugglega. Í þessum leikjum fór mikið fyrir Seimone Augustus og nýliða ársins Maya Moore í liði Lynx og sem spiluð hreint ótrúlega. En í seinni leiknum voru sex leikmenn Lynx sem skoruðu 10 stig eða meira. Lynx er því komið í úrslitin í fyrsta skiptið í sögu liðsins.
 
Atlanta Dream lagði Indiana Fever 2-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Í öðrum leiknum hafði nýkrýndur MVP deildarinnar, Tamika Catchings hjá Fever, rifið liðband undir ilinni og verið borin út af. Miklar vangaveltur voru um það hvort að hún yrði með eða ekki fyrir síðasta leikinn. Hún harkaði þetta af sér og spilaði þrátt fyrir meiðslin. En Angel McCoughtry og Iziane Castro Marqes sáu til þess að Dream kæmust í úrslitin, þar sem þær voru óstöðvandi síðustu tvo leikina. Dream er því komið í úrslitin, en þetta er annað árið í röð sem að þær fara og berjast um titilinn.
 
Mynd/ Seimona Augustus og Lynx munu taka á móti Atlanta Dream í fyrstu viðureigninni um WNBA titilinn.
 
Fréttir
- Auglýsing -