spot_img
HomeFréttirLynx 1 – Fever 1

Lynx 1 – Fever 1

Minnesota Lynx tóku á móti Indina Fever í öðrum leik liðanna um WNBA meistaratitilinn. Það voru heimakonur sem snéru dæminu við frá fyrri viðureign þeirra og jöfnuðu metin 1-1 eftir 12 stiga sigur, 83-71.
 
Fever byrjuðu leikinn betur og eftir fyrsta leikhlutann leiddu þær 11-18. Einnig byrjuðu þær annan leikhlutann betur og voru komnar allt að 10 stigum yfir á upphafs mínútum leikhlutans, 15-25. Þær urðu þó fyrri annarri blóðtöku þar sem að Jeanette Pohlen meiddist á hné og þurfti að yfirgefa völlinn, en fyrir er Katie Douglas ennþá frá vegna ökklameiðsla. Lynx byrjuðu að saxa á forskot Fever og með 8-0 “run” var staðan orðin 23-25 og fjórar mínútur fram að hálfleik. Á þeim mínútum var jafnræði með liðunum og var staðan 31-33 þegar blásið var til hálfleiks.
 
Áfram var jafnræði með liðunum í þriðja leikhluta, en Fever var þó alltaf á skrefinu undan og þegar mínúta lifði eftir af leikhlutanum var staðan 54-55. Þá tók Maya Moore til sinna ráða og nælir sér í eitt stykki “and 1” og kemur Lynx í 57-55, en hún setti 10 stig í leikhlutanum. Þær voru ekki búnar enn því að Seimone Augustus, 15 stig í leikhlutanum, hendir í einn “buzzer” fyrir utan þriggja og Lynx komnar með fimm stiga forystu fyrir síðasta leikhlutann, 60-55. Fjórði leikhlutinn heldur síðan áfram eins og þeim þriðja lauk með Augustus og Moore í aðalhlutverkum og vinna leikinn eins og áður segir, 83-71.
 
Viðureignirnar færast nú til Indiana þar sem næstu tveir leikir fara fram. Næsti leikur er nú á föstudaginn og sá síðari á sunnudaginn. Ef viðureignin fer í fimm leiki mun sá leikur fara fram í Minnesota á miðvikudaginn 24. október.
 
Stigahæstu leikmenn Lynx:
Seimone Augustus 27 stig/6 fráköst, Maya Moore 23 stig/4 fráköst/ 4 stoðsendingar og Lindsay Whalen 14 stig/5 fráköst/4 stoðsendingar.
 
Stigahæstu leikmenn Fever:
Tamika Catchings 27 stig/8 fráköst, Shavonte Zellous 16 stig, Briann January 12 stig/4 fráköst og Erin Phillips 10 stig/4 stoðsendingar.
 
Fréttir
- Auglýsing -