spot_img
HomeFréttirLýkur 10 ára bið Tindastóls í kvöld?

Lýkur 10 ára bið Tindastóls í kvöld?

Von er á miklum slag þegar Tindastóll og Keflavík eigast við í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Rúmur áratugur er liðinn síðan Tindastólsmönnum tókst að leggja Keflavík á heimavelli sínum í deildarkeppni úrvalsdeildar.
 
 
Stólarnir hafa þó í tvígang unnið Keflavík í úrslitakeppninni eftir 2004. Fyrst í Síkinu þetta sama ár og aftur í úrslitakeppninni 2010 en síðasti deildarsigur þeirra gegn Keflvíkingum kom í Síkinu þann 15. febrúar 2004 þar sem Tindastóll hafði 105-81 sigur í leiknum.
 
Fyrir leikinn í kvöld hafa Keflvíkingar unnið átta deildarleiki í röð á Sauðárkróki en alls hefur Keflavík í sögunni unnið 21 deildarleik í Síkinu. Fyrsta viðureign liðanna í úrvalsdeild á Sauðákróki var árið 1988 þar sem heimamenn í Tindastól fóru með 85-76 sigur af hólmi.
  
Fréttir
- Auglýsing -