spot_img
HomeFréttirLyklakippa úrslitakeppninnar í Domino´s-deildunum

Lyklakippa úrslitakeppninnar í Domino´s-deildunum

Karfan.is hefur valið Lykil-menn úrslitakeppnanna í Domino´s-deildum karla og kvenna. Lykil-kona úrslitakeppninnar í Domino´s-deild kvenna er Snæfellingurinn Haiden Palmer en Lykil-maður úrslitakeppninnar í Domino´s-deild karla er KR-ingurinn Michael Craion.

Palmer var með 28,3 stig, 12,6 fráköst og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni með Snæfell en Craion var með 22,3 stig, 10,6 fráköst og 2,4 varin skot að meðaltali í leik hjá KR. 

Fréttir
- Auglýsing -