spot_img
HomeFréttirLykilmenn með 3 í einkunn - Hörður bestur

Lykilmenn með 3 í einkunn – Hörður bestur

 

Karfan.is ætlar eftir hvern leik íslenska karlalandsliðsins að vera með einkunnagjöf sem hefur það að markmiði að endurspegla áhrif hvers leikmanns á leikinn. Nokkrir þættir koma við sögu í mati á leikmönnunum og þar má nefna væntingar til leikmannsins, tölfræði, varnarleikur og svo auðvitað einfaldlega geðþótti undirritaðs. Einungis eru gefnar einkunnir fyrir 10 eða fleiri spilaðar mínútur.

 

 

Kvarðann má sjá hér fyrir neðan einkunnagjöfina.

 

 

Martin Hermannsson – 4

Ágætur leikur sóknarlega og skoraði 14 stig, en reyndar var nýtingin ekki góð. Sérstaklega ekki fyrir utan. Varnarlega afleitur, Pólverjar skoruðu yfir hann að vild og hann var seinn að rótera í vörninni.

 

 

Kristófer Acox – 4

Ágætis barátta og varnarleikur en hjálpaði ekki mikið til sóknarlega í dag, ekki endilega hans hlutverk svosem.

 

 

Hlynur Bæringsson – 4

Slæmur leikur hjá Hlyn sem var aldrei þessu vant ekkert að drukkna úr neinni baráttu. 8 fráköst samt sem áður ágætis uppskera gegn stóru liði Pólverja. Erfitt sóknarlega hjá Hlyn í dag sem gerði lítið þeim megin.

 

 

Jón Arnór Stefánsson – 3

Alger non factor bæði sóknar- og varnarlega í dag. Afleitur leikur hjá Jóni.

 

 

Hörður Axel Vilhjálmsson – 6

Bestur í liðinu í dag, sem kannski segir ekki mikið. 16 stig og ágætis barátta varnarlega. Eiginlega sá eini sem kemst sæmilega frá leiknum.

 

 

Logi Gunnarsson – 2

Skelfilegur leikur hjá Loga bæði sóknar og varnarlega. Heldur áfram að klikka úr galpnum stökk- og sniðskotum.

 

 

Pavel Ermolinskij – 4

Ósýnilegur í dag í sókninni en frákastaði ágætlega að venju. Sóknarlega verður hann að taka af skarið og finna félaga sína í opnum skotum því ekki er hann að raða þeim niður sjálfur.

 

 

Haukur Helgi Pálsson – 3

Eftir frábæran leik í fyrradag átti Haukur skelfilegan leik að þess sinni. Dapur sóknarlega og ekki eins virkur varnarlega og hann þarf að vera. Heimskulegar villur í ofanálag

 

 

Tryggvi Snær Hlinason – 4

Tryggvi fékk úr litlu úr að moða sóknarlega en lét líka skora auðveldlega framhjá sér.

 

 

Brynjar Þór Björnsson – Spilaði ekki nóg

Ægir Þór Steinarsson – Spilaði ekki nóg

Elvar Friðriksson – Spilaði ekki nóg.

 

 

 

Kvarðinn:

10 – Stórkostlegur leikur, leiddi liðið til sigurs með tilþrifum á báðum endum vallarins og frábærri tölfræði.

9 – Frábær leikur, nokkurn veginn óaðfinnanlega spilaður og frábær tölfræði.

8 – Virkilega góður leikur, góð tölfræði í bland við sjáanleg áhrif á leikinn.

7 – Góður leikur, getur verið frábær á öðrum enda vallarins eða góður í bæði vörn og sókn.

6 – Fínn leikur, leikmaðurinn skilaði sínu og gerði lítið af mistökum sem kostuðu liðið.

5 – Allt í lagi, leikmaðurinn hafði ekki sjáanleg áhrif á leikinn til góðs eða ills.

4 – Ekki góður leikur, leikmaðurinn hafði sjáanleg vond áhrif á heildarniðurstöðu leiksins.

3 – Vondur leikur, leikmaðurinn með vonda tölfræði og slakur í vörn og sókn.

2 – Hræðilegur leikur, ömurleg tölfræði í bland við sjáanleg slæm áhrif á liðið.

1 – Til skammar.

Fréttir
- Auglýsing -