Karfan.is hefur valið Jeremy Atkinson Lykil-mann leiksins í annarri viðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla. Staðan í einvíginu er nú jöfn, 1-1.
Jeremy gerði 28 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og þá átti hann einnig mögnuð tilþrif þegar hann varði lokaskot Njarðvíkinga og kom þannig í veg fyrir að gestirnir ættu kost á því að verða sér úti um framlengingu.



