Nýliðar ÍA í Bónus deild karla hafa framlengt samninga sína við Aron Elvar Dagsson og Styrmi Jónasson fyrir komandi tímabil.
Báðir eru þeir að upplagi úr ÍA og hafa verið lykilmenn liðsins í ferðalagi þeirra upp í efstu deild, en félagið vann frækinn sigur í fyrstu deild karla á síðustu leiktíð og mun því leika í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í tæpa þrjá áratugi tímabilið 2025-26.