spot_img
HomeFréttirLykilleikmaður Breiðabliks til Hauka

Lykilleikmaður Breiðabliks til Hauka

Haukar hafa samið við Önnu Soffíu Lárusdóttur um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild kvenna.

Anna er uppalin Hólmari og spilaði með liði Snæfells allt til ársins 2021 þegar hún skipti yfir í Breiðablik. Hún fékk sig lausa frá Blikum nú fyrir skemmstu og tók ákvörðun um að leita á önnur mið. Hjá Blikum það sem af er vetri skilaði Anna 10 stigum, tæplega 4 fráköstum og tæpum 2 stoðsendingum. Er þetta nálægt hennar meðaltali fyrir síðasta tímabil þar sem hún var með 11 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -