Tryggvi Snær Hlinason átti algjöran skrímslaleik gegn sterku liði Frakklands. Hann endaði með 16 stig, 16 fráköst, 4 stoðsendingar, 6 varin skot og 32 framlagsstig. Hann reyndist Frakklandi ofboðslega erfiður á báðum endum vallarins og sýndi enn og aftur framfarir í sínum leik. Hann er því lykilmaður fyrsta leiks U20 landsliðsins á Krít.
Kristinn Pálsson átti líka ágætan leik endaði með 14 stig og Halldór Hermann var duglegur að keyra að körfunni og var óhræddur við að berjast og djöflast allan leikinn.
Nánari umfjöllun um leikinn má finna hér.