Ísland náði í magnaðan sigur á Svartfjallalandi á Evrópumóti U20 landsliða sem fram fer í Svartfjallalandi þessa dagana. Liðið byrjaði ákaflega illa í leiknum en kom til baka með ótrúlegum öðrum leikhluta.
Ísland er þar með með einn sigur í riðlakeppninni og endar í þriðja sæti riðilsins en það kemur í ljós í kvöld hverjum liðið mætir í 16 liða úrslitum mótsins sem hefjast á miðvikudaginn.
Karfan.is velur Lykilmenn hvers leiks Íslands á evrópumótinu í boði Lykils. Lykill leiksins í sigrinum á Svartfjallalandi er Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason á ofboðslega mikið í þessum sigri. Hann endaði með 19 stig, 13 fráköst og 3 varða bolta. Auk þess að hitta 64% í leiknum. Íslenska liðið leitaði mikið á hann í sókninni sem reyndist erfitt fyrir Svartfjallaland að bregðast við.
Varnarlega breytti hann sóknarleik Svartfjallalands mikið með veru sinni í teignum. Blaðamenn hér í Krít halda vart vatni yfir frammistöðu Tryggva á þessu móti. Þeir spyrja ítrekað hvers vegna leikmaðurinn hefur ekki spilað erlendis og eru gapandi hissa þegar þeim er tjáð að ekki séu mörg ár síðan Tryggvi byrjaði að leika körfubolta.
Þórir Þorbjarnarson var einnig frábær í dag og endaði með tólf stig og fimm fráköst auk þess sem Breki Gylfason átti mjög sterka innkomu.
Skilvirknin hjá Tryggva í þessu U20 móti er off the charts. Eini leikmaður liðsins með jákvætt NetRtg. Framförin er ótrúleg. #korfubolti pic.twitter.com/mvhSwA6X0U
— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) July 17, 2017
Lykilleikmenn fyrri leikja Íslands á evrópumótinu:
Lykill gegn Frakklandi: Tryggvi Snær Hlinason
Lykill gegn Tyrklandi: Snjólfur Marel Stefánsson