Lykilleikmaður sjöttu umferðar Bónus deildar karla var leikmaður Álftaness Sigurður Pétursson.
Í nokkuð sterkum sigri Álftaness gegn KR heima í Kaldalónshöllinni var Sigurður besti leikmaður vallarins. Á rúmum 33 mínútum spiluðum skilaði hann 24 stigum, 11 fráköstum, 2 stoðsendingum, 4 stolnum boltum og 2 vörðum skotum. Þá var hann einnig nokkuð skilvirkur í leiknum, með 45% þriggja stiga nýtingu, aðeins 2 tapaða bolta og 32 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn Bónus deild karla
- umferð – Jordan Semple / Grindavík
- umferð – Khalil Shabazz / Grindavík
- umferð – Brandon Averette / Njarðvík
- umferð – Kári Jónsson / Valur
- umferð – Haukur Helgi Briem Pálsson / Álftanes
- umferð – Sigurður Pétursson / Álftanes



