spot_img
HomeFréttirLykill: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

Lykill: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

 

Lykilleikmaður leiks Skallagríms og Snæfells í undanúrslitum Maltbikarkeppninnar var Sigrún Sjöfn Ámundadóttir. Í sigri hennar kvenna í leiknum skoraði Sigrún 10 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, stal 4 boltum og varði 2 skot. Einnig átti hún sigurkörfu leiksins, sem kom fyrir utan þriggja stiga línuna þegar að um 6 sekúndur voru eftir og liðið hennar undir, 67-68. Þetta var eina þriggja stiga skotið sem Sigrún setti niður í leiknum í 7 tilraunum.

 

Lokaskotið:

Fréttir
- Auglýsing -