spot_img
HomeFréttirLykill: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir

Lykill: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir

 

Lykilleikmaður annars leiks úrslita Keflavíkur og Snæfells var leikmaður Keflavíkur, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir. Á rúmum 27 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skoraði Salbjörg 6 stig, tók 8 fráköst, gaf 5 stoðsendingar, varði 2 skot og stal einum bolta. Í heildina 21 framlagsstig. 

 

Sigur Keflavíkur í leiknum skrifast að miklu leyti á það að þær ná að halda Snæfelli í aðeins 61 stigi. Því ekki úr vegi að lykilleikmaður leiksins sé sá leikmaður sem, í annars mjög góðu varnarliði, stóð sig hvað best þeim megin á vellinum. Salbjörg vissi nákvæmlega hvers liðið ætlaðist til af henni í kvöld og skilaði því hlutverki upp á hundrað. Keflavíkurliðið var best með hana og Emelíu Ósk inni á vellinum, eða +8 stig.

 

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -