spot_img
HomeFréttirLykill: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir

Lykill: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir

 

Lykilleikmaður 20. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Keflavíkur, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir. Salbjörg átti virkilega flottan leik fyrir sínar stúlkur í sigri liðsins á Val um helgina. Skoraði aðeins 4 stig, en tók einnig 17 fráköst og varði heil 11 skot á þeim 33 mínútum sem hún spilaði í leiknum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Skallagríms, Tavelyn Tillman, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík, leikmaður Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík og leikmaður Stjörnunnar, Danielle Rodriguez, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum.

 

Fréttir
- Auglýsing -