spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLykill: Rebekka Rut Steingrímsdóttir

Lykill: Rebekka Rut Steingrímsdóttir

Lykilleikmaður fyrstu umferðar Bónus deildar kvenna var leikmaður nýliða KR Rebekka Rut Steingrímsdóttir.

Í nokkuð öruggum sigri KR gegn Ármann í nýliðaslag fyrstu umferðarinnar var Rebekka besti leikmaður vallarins. Á rúmum 34 mínútum spiluðum skilaði hún 26 stigum, 6 fráköstum, 4 stoðsendingum og stolnum bolta. Þá var hún einnig nokkuð skilvirk í leiknum, með aðeins 2 tapaða bolta, 72% tveggja stiga nýtingu, 5 fiskaðar villur og 27 framlagsstig fyrir frammistöðuna, en þess má geta að þetta var í fyrsta skipti sem Rebekka spilar í efstu deild.

Lykilleikmenn:

  1. umferð – Rebekka Rut Steingrímsdóttir / KR
Fréttir
- Auglýsing -