spot_img
HomeFréttirLykill og KKÍ endurnýja samstarfið 

Lykill og KKÍ endurnýja samstarfið 

Lykill og Körfuknattleikssamband Íslands hafa endurnýjað samstarf sitt en samningur þess efnis hefur verið undirritaður.  Lykill fjármögnun hefur um langt árabil verið einn helsti bakhjarl KKÍ og felur nýr samningur þessara aðila í sér að svo verði áfram.

Lykill hefur lengi verið einn okkar helsti stuðningsaðili og stutt vel við bakið á því gróskumikla starfi sem á sér stað innan körfuboltahreyfingarinnar.  Það er ánægjulegt að Lykill haldi stuðningi sínum áfram við KKÍ og við hlökkum til samstarfsins í framtíðinni. Það er margt spennandi framundan og á slíkum tímum skiptir góður stuðningur miklu máli,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.

Við erum afar ánægð með að hafa undirritað nýjan samstarfssamning og endurnýjað þannig það góða og árangursríka samstarf sem hefur verið milli Lykils og KKÍ.  Nýr samningur gefur enn frekar í og við höfum séð síðustu árin þann vöxt og viðgang sem er í starfi körfuboltahreyfingarinnar hér á landi. Það eru mikil sóknartækifæri í körfuboltanum og það er okkar ánægja að vera hluti af þeirri sókn,“ segir Herbert Svavar Arnarson, forstöðumaður Lykils fjármögnun.

Lykill fjármögnun sérhæfir sig í fjármögnun á bifreiðum, vélum og tækjum. Lykill kappkostar að veita bæði skjóta og góða þjónustu ásamt hagstæðum kjörum og fjölbreytta fjármögnunarkosti.

Fréttir
- Auglýsing -