spot_img
HomeFréttirLykill: Michael Craion

Lykill: Michael Craion

Lykilleikmaður þriðju umferðar Dominos deildar karla var leikmaður Keflavíkur, Michael Craion. Á aðeins 21 mínútu spilaðri í risa sigri Keflavíkur á Grindavík skilaði Craion 22 stigum á 83% skotnýtingu, þá bætti hann við 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og 6 stolnum boltum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Tindastóls, Urald King og leikmaður KR Björn Kristjánsson.

 

Fréttir
- Auglýsing -