spot_img
HomeFréttirLykill: Matthías Orri Sigurarson

Lykill: Matthías Orri Sigurarson

 

Lykilleikmaður 22. umferðar Dominos deildar karla var leikmaður ÍR, Matthías Orri Sigurðarson. Í naumum sigri hans manna á Keflavík skoraði Matthías 30 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Skoraði meðal annars úr vítinu sem að kom ÍR yfir og gaf þeim loks sigurinn í lok framlengingar leiksins.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Þórs, Tobin Carberry, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík, leikmaður Stjörnunnar, Anthony Oddunsi, fyrir frammistöðu sína gegn KR og leikmaður Grindavíkur, Lewis Clinch Jr. fyrir frammistöðu sína gegn Skallagrím.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -