Lykilleikmaður Íslands gegn Slóveníu á EuroBasket í dag var Martin Hermannsson. Á 28 mínútum spiluðum skoraði Martin 18 stig, tók 5 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 5 boltum. Líklega besti leikur hans á mótinu til þessa, þó liðið hafi tapað honum nokkuð örugglega. Á morgun leika þeir svo sinn síðasta leik gegn heimamönnum í Finnlandi.