spot_img
HomeFréttirLykill: Lewis Clinch Jr.

Lykill: Lewis Clinch Jr.

 

Lykilleikmaður 8 liða úrslitaeinvígis Grindavíkur og Þórs var leikmaður Grindavíkur, Lewis Clinch Jr. Eftir æsispennandi einvígi, sem endaði með oddaleik var það Grindavík sem fór með sigur af hólmi, 3-2. Lewis var  stórkostlegur fyrir sína menn í þessari seríu, skoraði 22 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum 5. Grindavíkurliðið var reyndar í heildina mjög sannfærandi í rimmunni. Leikmenn eins og Þorleifur Ólafsson, Dagur Kár Jónsson, Ómar Örn Sævarsson og Ólafur Ólafsson voru allir að skila sínu.

 

Besti leikur: Leikur 5 í Grindavík – Clinch skilaði mjög stöðugu framlagi alla seríuna, en aldrei neitt í líkingu við þær tölur sem hann setti upp í oddaleik liðanna í Grindavík. Þar gerði hann það sem þurfti. Skoraði 30 stig, tók 9 fráköst, gaf 10 stoðsendingar og varði 2 skot.

Fréttir
- Auglýsing -