spot_img
HomeFréttirLykill: Kristófer Acox

Lykill: Kristófer Acox

 

Lykilleikmaður Íslands gegn Frakklandi á lokamóti EuroBasket í dag var framherjinn Kristófer Acox. Á 19 mínútum spiluðum skilaði Kristófer 10 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti. Kristófer var annar tveggja sem skoraði hæst í einkunnagjöf eftir leikinn, en í umsögn um frammistöðu hans segir:

 

"Geggjaður fyrri hálfleikur hjá Kristófer, skoraði mikið, spilaði góða vörn og var öflugur í fráköstunum. Seinni hálfleikurinn erfiður eins og hjá öðrum. Virkilega gaman að fylgjast með Kristófer í leiknum, hann olli miklum usla með íþróttamennsku sinni og sprengikrafti."

 

Hérna er meira um leikinn

Fréttir
- Auglýsing -