spot_img
HomeFréttirLykill: Kiana Johnson

Lykill: Kiana Johnson

Lykilleikmaður 1. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Íslandsmeistara Vals Kiana Johnson.

Í stórum sigri Vals á nýliðum Grindavíkur var Johnson frábær. Skilaði fyrstu þrennu tímabilsins, skoraði 23 stig, tók 12 fráköst, gaf 11 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þá var skotnýting hennar til fyrirmyndar, 71%. Í heildina skilaði hún 46 framlagsstigum.

Fréttir
- Auglýsing -