spot_img
HomeFréttirLykill: Irena Sól Jónsdóttir

Lykill: Irena Sól Jónsdóttir

 

Lykilleikmaður 25. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Irena Sól Jónsdóttir. Í sterkum sigri hennar kvenna á liði Skallagríms átti Irena frábæra innkomu varnarlega. Skoraði 8 stig í leiknum, en liðið var í heildina +14 stig með hana inni á vellinum í þær 23 mínútur sem hún spilaði í leiknum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Stjörnunnar, Dani Rodriguez, fyrir frammistöðu sína gegn Val, leikmaður Grindavíkur, María Ben Erlingsdóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík og leikmaður Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -