spot_img
HomeFréttirLykill: Hilmar Pétursson

Lykill: Hilmar Pétursson

Lykilleikmaður 2. umferðar Subway deildar karla var leikmaður Breiðabliks Hilmar Pétursson.

Á tæpum 33 mínútum spiluðum í fyrsta sigurleik vetrarins gegn ÍR var Hilmar besti leikmaður vallarins. Skilaði 23 stigum, 5 fráköstum, 7 stoðsendingum og vörðu skoti. Þá var skilvirkni hans til fyrirmyndar í leiknum, setur niður 8 af 9 skota sinna fyrir innan þriggja stiga línuna, 1 af 2 fyrir utan hana, 4 af 5 í vítum og er í heildina með 82% skotnýtingu, en hann var með 30 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn:

  1. umferð – Shawn Derrick Glover / KR
  2. umferð – Hilmar Pétursson / Breiðablik
Fréttir
- Auglýsing -